Nemendur

Verkefnin hérna eru fyrir krakka sem kunna að hugsa, lesa, skrifa og nota tölvu. Þetta getur þú örugglega allt gert. Stundum þarftu að skrifa svörin, stundum að teikna, búa til tónlist, leikrit eða bíómynd. Verkefnin eru nefnilega úr ýmsum áttum. Þú þarft að leggja heilann í bleyti, fletta í bókunum og á netinu og svo er líka gott að ræða við aðra nemendur, kennarann eða foreldra þína ef þú ert heima. Verkefnin hér á aðalsíðunni eru um Íslendingasögurnar, sögutíma þeirra og ritunartíma. Á síðunum um Eglu, Laxdælu og Njálu eru enn þá fleiri verkefni og þar eru líka getraunir sem gaman er að spreyta sig á.