Um hvað eru Íslendingasögurnar?

Heitið Íslendingasögur er dregið af því að sögurnar fjalla um fólk sem bjó á Íslandi skömmu eftir að landnámsmennirnir settust hér að. Söguhetjur Íslendingasagnanna eru víkingar en þó fyrst og fremst bændur því að á víkingaöld bjuggu allir Íslendingar í sveitinni. Bændurnir áttu flestir vopn og voru tilbúnir að beita þeim vegna þess að á þessum tíma ríkti hefndarskylda á Íslandi. Það þýðir að menn urðu að svara fyrir sig og hefna sín ef eitthvað var gert á þeirra hlut. Það er því mikið um bardaga í Íslendingasögunum. Íslendingasögurnar fjalla í raun um bændur sem berjast.