Egill Skallagrímsson

Egill Skalla-Grímsson er aðalpersóna Egils sögu eða Eglu. Egill var í senn víkingur og bóndi eða höfðingi eins og ríkir bændur voru kallaðir á söguöld. Hann var líka merkilegt skáld og orti sitt fyrsta kvæði bara þriggja ára gamall. Kona Egils hét Ásgerður Björnsdóttir og bjuggu þau á Borg á Mýrum. Egill var grimmlyndur bardagamaður í útlöndum en heima á Íslandi var minna um ævintýri. Þar drap hann þó sinn fyrsta mann aðeins sex eða sjö ára gamall. Egill fæddist um 910 og varð 80 ára gamall - ef hann var þá til. Saga hans er í það minnsta til og margir telja að Snorri Sturluson hafi skrifað hana.

Nýjustu færslur:


Sorg

Trúi því ekki enn að þetta sé satt. Þórólfur átti ekki að falla. Örlaganornirnar hafa svikið mig. Konungurinn hefur svikið mig. Ég þarf bætur.

- Egill

Ég er Egill víkingur

Egill heiti ég Skalla-Grímsson, Kveld-Úlfssonar Bjálfasonar. Ég er víkingur, skáld, bóndi og bloggari í Borgarfirðinum! Ásgerði minni finnst ég stundum gamaldags svo hún skipaði mér að læra þetta. Lofa engu um árangurinn, hef nóg að gera við að sinna skepnunum og svo … Lesa meira

- Egill