England

Miklar víkingabyggðir voru á Englandi á sögutíma Eglu. Norrænir konungar réðu til dæmis lengi yfir Norðymbralandi (North-Humberland) í Norð-Austurhluta landsins, alveg við landamæri Skotlands. Þetta var landssvæði eða ríki Engla og þarna réð Aðalsteinn Englakonungur ríkjum og síðar Eiríkur blóðöxi. Stærsta víkingaborgin á Norðymbralandi kallaðist Jórvík eða York  en þar er núna spennandi víkingasafn. Stærsta borgin í dag heitir hins vegar Newcastle upon Tyne og þar er heimavöllur knattspyrnuliðsins Newcastle United, St. James´Park.