Umræður

1. Sagt er að Egill hafi verið illur viðureignar er hann var í leikjum með öðrum ungmennum. Það merkir að hann hafi verið erfiður, jafnvel ofbeldisfullur, þegar hann lék sér við önnur börn. Haldið þið að þessi lýsing skipti máli fyrir söguna? Sést kannski strax hvernig maður Egill verður?

2. Hvernig haldið þið að Egill og hin börnin hafi leikið sér? Skoðið lýsinguna á barnaleikjum á bls. 15. Eru þetta svipaðir leikir og þið leikið ykkur í? Hver er munurinn á ykkar leikjum og leikjum víkingabarna?

3. Kuðungarnir og andareggin sem Egill fær frá afa sínum eru leikföngin hans. Hvernig haldið þið að hann hafi leikið sér með þetta? Getið þið ímyndað ykkur eða búið til leiki þar sem notaðir eru kuðungar og andaregg?

4. Þórólfur Skalla-Grímsson er víkingur og siglir til Noregs. Hann verður vinur Eiríks blóðaxar sem er sonur Haralds hárfagra. Haraldi líst illa á vináttu strákanna því hann er enn reiður út í ætt Kveld-Úlfs. Haldið þið að Skalla-Grími lítist vel á að sonur hans sé orðinn vinur sonar Noregskonungs? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?

 Get Cloud PHP Hosting on CatN