Umræður

1. Skap Egils kemur berlega í ljós í þessum kafla. Hann hefnir sín á föður sínum með því að drepa vinnumann hans. Hann hefnir sín líka á bróður sínum með því að höggva á reipin sem héldu skipinu hans svo að það rak í burtu. Hvað finnst ykkur um framkomu Egils? Skiljið þið reiði hans?

2. Ásgerður fóstursystir bræðranna siglir með þeim til Noregs. Þar búa foreldrar hennar sem hún hefur ekki hitt í mörg ár. Ásgerður ólst upp hjá Skalla-Grími og Beru frá því að hún var lítið barn en algengt var á þessum tíma að börn væru send í fóstur. Það merkir að annað fólk en foreldrarnir tók að sér að ala börnin upp. Hvað finnst ykkur um þetta fyrirkomulag? Eru það alltaf foreldrarnir sem ala börn upp núna?

3. Ásgerður er 13 ára þegar hún fer til Noregs og hittir foreldra sína. Hvernig haldið þið að henni líði? Hvað hugsar hún á leiðinni?Get Cloud PHP Hosting on CatN