Sköpun

  1. Rúnir gátu menn notað bæði til að skrifa og galdra. Skoðið rúnastafrófið á bls. 21 í Eglu. Þið getið notað það sem leyniletur því það eru ekki margir sem kunna rúnir nú til dags. Prófið að skrifa skilaboð til einhvers í bekknum á rúnaletri. Það eru færri stafir í rúnastafrófinu en í okkar stafrófi núna svo þið verðið til dæmis að nota rúnina a fyrir bæði a og á og rúnina u fyrir bæði u og ú.
  2. Egill verst eitri Gunnhildar og Bárðar með því að rista rúnir á drykkjarhornið og smyrja það eð blóði meðan hann kveður vísu. Við þetta springur hornið og eiturdrykkurinn lekur niður. Hvað haldið þið að Egill hafi rist á hornið? Hvernig gæti vísan hafa hljómað? Yrkjið galdravísu til að verjast eitri og skrifið hana með rúnum.Get Cloud PHP Hosting on CatN