Umræður

  1. Kúrland náði yfir hluta þeirra landa sem núna heita Lettland og Litháen. Finnið þetta svæði á landakorti og skoðið hvaða leið víkingarnir gætu hafa siglt frá Noregi til Kúrlands. Hvað vitið þið um þessi lönd núna?
  2. Á bls. 25 er mynd af sjóræningjafána. Hvers vegna er hægt að líkja víkingunum við sjóræningja?
  3. Egill segir að það sé skammarlegt að ræna frá bóndanum án þess að láta hann vita. Hann snýr því við og brennir bæinn hans. Hvað finnst ykkur um þennan hugsunarhátt, að það eigi ekki að ræna án þess að láta vita af því? Hvað finnst ykkur um þessa aðferð við að láta bóndann vita?
  4. Hvernig haldið þið að þjóðir eins og Kúrar hafi hugsað um víkinga? Hvernig haldið þið að það hafi verið að búa á Kúrlandi á þessum tíma þegar víkingaflokkar herjuðu aftur og aftur á landið?
  5. Ímyndið ykkur að þið séuð börn á Kúrlandi og sjáið víkingaskip sigla í áttina að landinu. Hvað gerið þið?Get Cloud PHP Hosting on CatN