- Finnið England og Skotland á landakorti. Finnst ykkur líklegt að þessar þjóðir færu í stríð núna? Eru einhverjar svona nágrannaþjóðir sem hafa háð stríð sem þið munið eftir eða vitið um?
- Getið þið ímyndað ykkur hvernig er að búa í landi sem er í stríði við nágrannaland sitt?
- Hver er núna drottning eða kóngur á Englandi? Haldið þið að starf þjóðhöfðingjans á Englandi sé öðruvísi núna en á víkingaöld? – Að hvaða leyti?