Sköpun

  1. Skoðaðu lýsinguna á Agli í hliðarefninu á bls. 28. Þetta er mjög nákvæm lýsing. Teiknaðu karlinn eftir þessari lýsingu.
  2. Skrifaðu sams konar lýsingu á þekktum manni, karli eða konu. Svo þarftu að lesa lýsinguna upp fyrir bekkinn. Þekkja bekkjarfélagarnir manninn?
  3. Egill fékk fín laun fyrir að yrkja drápu (kvæði) um Aðalstein konung. Drápur eru löng og virðuleg kvæði með viðlagi svo þær hafa kannski verið sungnar. Hvernig heldur þú að kvæðið hafi verið? Nú skaltu yrkja eina vísu sem gæti verið úr kvæðinu og skrifa hana á blað. Á að lesa vísuna, rappa eða syngja? Hvernig hljómar vísan?Get Cloud PHP Hosting on CatN