Umræður

Hvernig haldið þið að Ásgerður hafi brugðist við þegar Egill kom til hennar og sagði henni að Þórólfur væri dáinn?

Ásgerður ólst upp hjá foreldrum Egils og Þórólfs þar til hún var 13 ára. Þá sigldi hún með bræðrunum til Noregs og hitti foreldra sína. Hvað finnst ykkur um að hún hafi gifst strákunum sem ólust upp með henni?

Egill þarf að flýja frá Gulaþingi því Eiríkur konungur blóðöxi ætlar að ráðast á hann. Egill tekur 30 menn með sér og konungurinn þarf að senda sex stór skip á eftir honum. Hvað segir þetta um styrk Egils?

Eiríkur konungur blóðöxi gerir Egil útlægan úr Noregi. Það þýðir að hann má ekki vera í landinu. Hver sem rekst á hann í landinu má drepa hann. Hvað finnst ykkur um þennan dóm konungsins? Er þetta betra eða verra en að varpa mönnum í fangelsi eins og nú er gert?Get Cloud PHP Hosting on CatN