Sköpun
- Egill reisir Eiríki konungi og Gunnhildi drottningu níðstöng. Þetta er löng stöng eða prik sem Egill festir hrosshaus á og stingur svo ofan í sprungu til að hún standi föst og sjáist vel. Á stöngina ristir Egill rúnir sem eiga að galdra Eirík og Gunnhildi burt frá Noregi. Búið til eftirlíkingu af níðstönginni úr því efni sem þið viljið.
- Hvað haldið þið að Egill hafi skrifað á stöngina? Notið rúnaletrið á bls. 21 til að skrifa galdraorð gegn Eiríki blóðöxi og Gunnhildi drottningu.
- Aflið ykkur upplýsinga um skógarbirni á netinu. Hvar er þá helst að finna núna? Teiknið skógarbjörn í raunverulegu umhverfi sínu og skrifið helstu upplýsingarnar inn á myndina.
- Leitið líka að upplýsingum um alþjóðlega bangsadaginn sem haldinn er 27. október á hverju ári. Teiknið leikfangabangsa. Bætið upplýsingum við myndina: Hvers vegna urðu svona grimmar skepnur að vinsælum leikföngum?
Get Cloud PHP Hosting on CatN