Sköpun

  1. Lesið hliðarefni á bls. 34 þar sem fjallað er um keldur. Hvers vegna er erfitt að leita að hlutum sem sokkið hafa í keldu? Getið þið hugsað upp einhverja leið til að finna fjársjóð í keldu? Nú skuluð þið hanna ímyndað undratæki sem fundið getur fjársjóði. Þið þurfið að teikna tækið og skrifa skýringar inn á myndina og leiðbeiningar fyrir notendur.
  2. Hvar er Digranes þar sem Skalla-Grímur var heygður? Finnið staðinn á korti og upplýsingar um hann á netinu.
  3. Tilkynnt hefur verið að haldin verði samkeppni um minnismerki um Skalla-Grím. Minnismerkið á að vera stórt og áberandi og það á að standa á Digranesi. Þið takið þátt í samkeppninni og hannið minnismerki um karlinn. Búið minnismerkið til í smækkaðri gerð til að hægt sé að senda það í samkeppnina í þykjustunni. Þessi smækkaða gerð þarf að komast fyrir í skókassa.
  4. Það á líka að setja upp upplýsingaskilti um Skalla-Grím á Digranesi. Þar þarf að koma fram hver hann var og hvenær hann var uppi. Þar þarf líka að vera stutt frásögn af karlinum og mynd af honum.  Skiltið þarf að vera litskrúðugt og áberandi – og hannað af ykkur.

 Get Cloud PHP Hosting on CatN