Umræður

  1. Fuglinn sem sat við glugga Egils var hamhleypa, það merkir að einhver hafði breytt sér í fugl til að trufla hann. Hver haldið þið að hafi breytt sér í fuglinn?
  2. Þekkið þið fleiri dæmi um hamhleypur úr bókum eða bíómyndum?
  3. Lesið það sem stendur um Gunnhildi drottningu á bls. 36 og rifjið upp samskipti hennar við Egil. Hvernig manneskja er Gunnhildur?
  4. Getið þið sett ykkur í spor Gunnhildar? Er kannski skiljanlegt að hún sé svona reið út í Egil og þá hvers vegna?
  5. Af hverju kallast kvæðið sem Egill orti fyrir Eirík blóðöxi Höfuðlausn? Hvað merkir heiti kvæðisins?
  6. Veltið fyrir ykkur vináttu Egils og Arinbjarnar. Arinbjörn stendur alltaf með Agli, sama þótt hann sé að rífast við aðra vini hans. Hann bjargar oft lífi hans með ráðleggingum sínum. Hvaða máli skiptir að eiga svona vin?
  7. Egill og Arinbjörn gefa hvor öðrum mjög dýrar og fínar gjafir í lok þessa kafla. Egill gefur Arinbirni tvo gullhringa sem hann hafði fengið frá Aðalsteini konungi. Arinbjörn gefur Agli besta sverð í heimi, sverðið Dragvandil. Hver vegna haldið þið að þeir gefi svona fínar gjafir? Finnst ykkur nauðsynlegt að gefa vinum ykkar gjafir? Hvað skiptir mestu máli þegar maður velur gjöf handa vini sínum?Get Cloud PHP Hosting on CatN