Umræður

  1. Hvernig tekur Ármóður skegg á móti Agli? Skoðið þetta í samanburði við móttökurnar sem Egill fékk hjá Atleyjar-Bárði í 5. kafla. Af hverju haldið þið að Egill móðgist svona svakalega þegar hann fær bara skyr?
  2. Hvernig hefnir Egill sín á þeim sem gefa honum skyr?
  3. Hvernig mynduð þið taka á móti víkingum fyrst þið þekkið þessar sögur úr Eglu?
  4. Setjið ykkur í spor stelpunnar sem segir Agli að til sé betri matur. Hún er 10 eða 11 ára. Hvernig líður henni þegar hún talar við víkingana?
  5. Við vitum núna að Egill kann bæði að galdra með rúnum og nota rúnir til lækninga. Það er því augljóst að rúnir gátu menn notað bæði til góðs og ills. Skoðið hvernig Egill beitir rúnum til lækninga í þessum kafla. Hvernig haldið þið að þær hafi virkað? Er hægt að segja að eitthvað sé líkt með lækningu og galdri?
  6. Rúnir voru eitt helsta lækningatækið á víkingaöld. Hvað annað haldið þið að menn hafi getað notað til lækninga? Hvaða afleiðingar hafði það að ekki voru til menntaðir læknar eins og núna? Og ekki heldur lyf eða bóluefni?Get Cloud PHP Hosting on CatN