Sköpun

  1. Búið til leikþátt (skrifið, skiptið í hlutverk og leikið) um heimsókn Egils hjá Ármóði skegg. Hafið í huga þrjú mikilvæg hlutverk, Egil, Ármóð og dóttur Egils. Munið að Egill er grimmur víkingur og í fýlu yfir móttökunum. Dóttir Ármóðs er venjuleg stelpa sem er að leika sér á gólfinu þar til hún talar við Egil. Um Ármóð vitum við lítið, nema að hann er með skegg og að hann vill ekki gefa víkingnum öl þótt hann sé ríkur.
  2. Hvernig líður konu Ármóðs og dóttur þegar Egill ryðst inn og ætlar að drepa hann? Setjið ykkur í spor annað hvort konunnar eða dótturinnar og skrifið bestu vinkonu ykkar bréf um þetta.
  3. Rifjið upp allt sem fram hefur komið um rúnir, til dæmis um níðstöngina. Skoðið sérstaklega bls. 22, 33 og 48.  Búið til upplýsingaefni um rúnir fyrir “Rúnavinafélag Íslands”. Upplýsingarnar eiga vera fyrir fólk sem veit ekkert hvað rúnir eru.
  4. Hvernig lítur Egill út fyrir bardagann við bræðurna sem báðir heita Úlfur? Teiknið mynd af honum með öll vopnin og steinhelluna í stað brynju.Get Cloud PHP Hosting on CatN