Umræður

  1. Skoðið hvað Egill gerir eftir að hann hefur lagt lík Böðvars í haug afa hans. Hvað segir þetta um líðan Egils?
  2. Þorgerður fer til Egils föður síns og þykist styðja hann í að svelta sig til dauða. Hvað finnst ykkur um aðferð hennar? Hugleiðið það sem stendur um sálfræðinginn Þorgerði í hliðarefninu á bls. 53.
  3. Hvernig mynduð þið koma fram við einhvern sem er svona niðurdreginn og dapur? – Hvernig mynduð þið vilja að komið væri fram við ykkur ef ykkur liði svona?
  4. Venjulega hefði Egill hefnt sín á þeim sem drepið hefðu vini hans eða ættingja. Núna getur hann ekki hefnt sín því Gunnar sonur hans veiktist en Böðvar sonur hans drukknaði. Skiptir þetta einhverju máli fyrir líðan hans?
  5. Af hverju haldið þið að Egill hressist við að yrkja kvæði um syni sína?Get Cloud PHP Hosting on CatN