Umræður

  1. Hvernig finnst ykkur Egill vera sem gamall maður? Er hann jafnógnvekjandi og þegar hann var ungur víkingur? Hvernig koma vinnukonurnar til dæmis fram við hann?
  2. Hvers vegna vill Egill strá silfrinu sínu yfir Lögberg? Getur verið að hann sakni einhvers úr víkingalífinu?
  3. Rifjið upp söguna af silfri Skalla-Gríms í 11. kafla. Er eitthvað líkt með þessum sögum? Hvers vegna vilja feðgarnir fela silfrið sitt áður en þeir deyja?
  4. Deyr Egill hetjulega? Rökstyðjið svarið.Get Cloud PHP Hosting on CatN