3. kafli

 1. Hvernig er Ólafi pá lýst?
 2. Hvað gaf Melkorka Ólafi þegar hann sigldi til Írlands?
 3. Til hvers gaf hún honum þessa gripi?
 4. Hvernig brást konungur við þegar hann sá gullhringinn sem Ólafur var með?
 5. Fóstra Melkorku lá í kör af elli og veikindum þegar Ólafur kom. Hvað þýðir þetta?
 6. Hvaða starf fékk Ólafur hjá afa sínum?
 7. Hverju svaraði Ólafur þegar afi hans bauð honum að verða konungur?
 8. Hvað gaf Mýrkjartan Ólafi þegar hann sigldi frá Írlandi?
 9. Eftir þetta sigldi Ólafur til Noregs og hitti konunginn þar. Hvað gaf Noregskonungur honum að skilnaði?
 10. Hvaða konu giftist Ólafur þegar hann kom heim og hvar bjuggu þau?
 11. Hver var Þorleikur?
 12. Á Alþingi bauð Ólafur til erfis eftir Höskuld. Hvað merkir þetta?
 13. Hvað gerði Ólafur til að bæta samskiptin við Þorleik bróður sinn?
 14. Hvaða litlu strákar ólust saman upp í Hjarðarholti?