12. kafli

  1. Hverjir koma heim frá Noregi í upphafi kaflans?
  2. Af hverju sigldu Kjartan og Kálfur saman til Íslands? Rifjið upp 9. kafla.
  3. Hvernig brást Kjartan við þegar hann frétti af brúðkaupi Bolla og Guðrúnar?
  4. Hvernig brást Guðrún við þegar hún frétti að Kjartan væri kominn heim?
  5. Hverju svaraði Bolli þegar Guðrún sakaði hann um að hafa sagt sér ósatt?
  6. Hvaða stúlkur komu í heimsókn til Kjartans og Kálfs?
  7. Hvað buðu Kálfur og Kjartan systrum sínum að gera?
  8. Hvað valdi Hrefna sér úr kistunni?
  9. Hvað sagði Kjartan þegar hann sá Hrefnu með moturinn? Notaðu þín eigin orð til að útskýra hvað hann meinti.