14. kafli

  1. Hvers vegna brá Guðrúnu þegar Kjartan tilkynnti að Hrefna ætti að sitja í öndvegi?
  2. Hvaða hlut langaði Guðrúnu svona óskaplega til að skoða í Hjarðarholti?
  3. Í veislunni í Hjarðarholti hvarf dýrmætur gripur frá Kjartani. Hvaða gripur var það?
  4. Hvað gerði Ólafur pá þegar hann heyrði að sverðið væri horfið?
  5. Hver reyndist hafa tekið sverðið?
  6. Hvað hafði Þórólfur gert við sverðið?
  7. Næsta boð var haldið að Laugum og þá hvarf uppáhaldsgripur Hrefnu. Hvaða gripur var það?
  8. „Eigi veit ég hvort ég nenni að aka svo höllu fyrir Laugamönnum,“ sagði Kjartan.  Hvað merkir þessi setning? Svarið er í hliðarefninu.
  9. Hverju svaraði Bolli þegar Kjartan sakaði hann um að hafa staðið á bak við hvarf hlutanna?
  10. Hvað héldu menn að hefði orðið um moturinn?