Brynhildur Þórarinsdóttir

Nýjustu færslur:


Skrímsli

Í Markarfljóti á að búa vatnaskrímsli með þrjá eða fjóra svarta hausa.

- molar

Goði

Hver goði átti að sjá til þess að friður ríkti í sínu héraðinu.

- molar

Blóðhefnd

Blóðhefnd felur í sér dráp, að einhver verði drepinn í hefndarskyni.

- molar

Melrakki

Melrakki er refur.

- molar

Serkur

Serkur var víður, síðerma kjóll sem konur klæddust undir öðrum flíkum.

- molar

Hvíla

Orðin hvíla, rekkja og rúm hafa sömu merkingu.

- molar

Örlögin

Örlaganornirnar hétu Urður, Verðandi og Skuld.

- molar

Hopa á hæli

Að hopa á hæli fyrir einhverjum merkir að víkja, láta í minni pokann.

- molar

Sjálfhælinn

Að vera sjálfhælinn merkir að vera montinn.

- molar

Mannraun

Mannraun merkir lífshætta.

- molar

Björn í Mörk

Björn í Mörk bjó í Þórsmörk. Mörk merkir skógur.

- molar

Blóðhefnd

Blóðhefnd var bönnuð með lögum árið 1281.

- molar

Hjónaband

Hjónaband var algeng aðferð til að tryggja vináttu og sættir milli ætta.

- molar

Hvatleikur

Hvatleikur er röskleiki eða hugrekki.

- molar

Hlíðarendi

Hlíðarendi í Reykjavík er heimavöllur Knattspyrnufélagsins Vals.

- molar

Sögusetrið

Á Hvolsvelli er Sögusetur og sýning um Njálu.

- molar

Sporar

Sporar eru gaddar á skóm sem reiðmaður notar til að hvetja hestinn áfram.

- molar

Korn

Korn var ræktað um allt land á víkingaöld.

- molar

Kinnhestur

Að ljósta einhvern kinnhest merkir að slá hann utan undir (á kinnina).

- molar

Gestrisni

Gestrisni var afar mikilvæg á víkingaöld og gestum var boðið að dvelja lengi.

- molar

Skegg

Skegg táknaði karlmennsku og styrk hjá víkingunum.

- molar

Njála prentuð

Njála var fyrst prentuð árið 1772.

- molar

Lokrekkja

Lokrekkja er rúm sem hægt er að loka af, eins og skápur.

- molar

Farandkonur

Farandkonur voru heimilislausar konur sem lifðu á betli.

- molar