Gunnar á Hlíðarenda

Gunnar á Hlíðarenda er ein frægasta hetja Íslendingasagnanna. Hann var öflugur bardagamaður og svo fimur að hann gat stokkið hæð sína í loft upp í fullum herklæðum. Gunnar þótti ósigrandi því hann hæfði allt sem hann skaut á af boganum sínum en átti líka stórhættulegt ofurspjót sem kallaðist atgeir. Engu að síður féll Gunnar í bardaga - dó með sæmd eins og víkingunum þótti svo mikils virði.

Nýjustu færslur:


Kolfallinn

Sá alveg ótrúlega glæsilega konu á Alþingi, hélt ég myndi hníga í grasið, hnén á mér skulfu svo mikið. Hárið, úff, maður lifandi. Ég er svo veikur fyrir hári, eins og þið vitið.

- gunnar

Með hendur í hári

Hef verið að prófa mig áfram með nýjar hártegundir í bogstreng. Hrosshárið hefur reynst mér best hingað til. Sleit þó hár úr halanum á Búkollu í morgun sem kemur skemmtilega á óvart.

- gunnar