9. kafli

 1. Fyrir hvað vildi Skarphéðinn fá bætur frá Þráni?
 2. Hvernig móttökur fengu Skarphéðinn og menn hans hjá Þráni og Hallgerði? Hvað gerðist?
 3. Hvernig brást Bergþóra við þegar synir hennar sögðu frá móttökunum?
 4. Hvers vegna vildi Bergþóra ekki að Njáll heyrði til hennar þegar hún hvatti
  syni þeirra til hefnda?
 5. Hvernig voru bræðurnir og Kári klæddir þegar þeir lögðu af stað? Lýstu
  vopnunum líka.
 6. Hvenær áður hafði Skarphéðinn sagst ætla í sauðaleit? (Leitaðu í 3. kafla).
 7. Hvernig náði Skarphéðinn að koma Þráni á óvart?
 8. Hvað féll niður á ísinn þegar Þráinn dó?
 9. Skarphéðinn sagði „Tekið hef ég hvolpa tvo“. Hverjir voru hvolparnir?
 10. Hvað gerði Skarphéðinn við unglingana og hvers vegna?
 11. Hvernig brást Njáll við fréttunum af dauða Þráins?