Bergþóra

Bergþóra er sögð drengur góður sem merkir væn og góð manneskja. Hún er líka sögð kvenskörungur en það merkir sterk og skapmikil kona. Bergþóra er kona Njáls og húsfreyja á Bergþórshvoli. Hún þykir ekki glæsileg eða myndarleg eins og sumar aðrar kvenhetjur en hún er traust og ákveðin og hikar ekki við að hefna sín eða senda syni sína til bardaga.