Fóstur

Á víkingaöld og fram eftir miðöldum sýndu menn öðrum mönnum virðingu með því að bjóðast til að fóstra börn þeirra. Það merkir að þeir buðust til að ala upp börn þeirra. Barn sem var tekið í fóstur ólst þá upp fjarri foreldrum sínum en sá sem tók það í fóstur lofaði að annast það eins og sín eigin börn. Bolli Þorleiksson í Laxdælu var aðeins þriggja ára þegar hann var tekinn í fóstur og þurfti að yfirgefa foreldra sína.