Ásgarður

Æsirnir bjuggu í Ásgarði en í miðju Ásgarðs var samkomustaður þeirra sem kallaðist Iðavöllur. Milli Ásgarðs og mannheima var litskrúðug brú sem kölluð var Bifröst. Bifröst er gott dæmi um hvernig víkingarnir reyndu að skýra ýmis fyrirbæri náttúrunnar því brúin var regnboginn.