Umræður

  1. Í upphafi kaflans er sagt að hveiti og hunang hafi verið um borð í skipinu sem Egill fékk frá Aðalsteini konungi. Hvers vegna var þetta dýrmætur varningur fyrir Íslendinga á víkingaöld? Þættu þetta merkilegar gjafir núna?
  2. Hákon Noregskonungur ólst upp hjá Aðalsteini Englandskonungi. Hvers vegna haldið þið að faðir Hákonar hafi látið hann í fóstur til Englands? Skipti það einhverju máli fyrir samband Noregs og Englands?
  3. Af hverju grætur systir Friðgeirs svona mikið í veislunni í Höð? Haldi þið að hún hafi viljað giftast Ljóti? Réð hún því sjálf hvort hún myndi giftast honum? Setjið ykkur í spor stúlkunnar.
  4. Á þessum tíma réðu karlmennirnir í fjölskyldunni hverjum konurnar giftust. Hvernig myndi ykkur lítast á slíkt fyrirkomulag? Gleymið ekki að í sumum löndum er það svona enn þá, stúlkur ráða því ekki hverjum þær giftast. Sums staðar ráða piltar því ekki heldur. Hvað finnst ykkur um það? Er hægt að breyta þessu?
  5. Lesið það sem sagt er um hólmgöngur í hliðarefninu á bls. 40. Á hvað minnir þetta ykkur? Getur verið að víkingarnir hafi litið á bardaga eins og íþróttakeppni?

 Get Cloud PHP Hosting on CatN