Vefurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja afla sér upplýsinga um Íslendingasögurnar á einfaldan og aðgengilegan hátt, hvort sem er í skóla eða heima við. Vefurinn getur gagnast við verkefnavinnu og ritgerðasmíð en minna þarf nemendur á að geta heimildar. Að sama skapi er leyfilegt að nota texta hans við kennslu ef heimildar er getið.
Vefnum er ætlað að auka áhuga á Íslendingasögunum og svala forvitni þeirra sem vita svolítið um þær en vilja vita meira. Við hönnun var gengið út frá því að börn gætu bjargað sér sjálf í vefleiðangrinum og unað sér á ferðalaginu. Reglulega birtast því molar sem gefa leiðangrinum fræðandi skemmtigildi. Á vefnum má líka finna kennsluleiðbeiningar um bækurnar.