Bera

Bera Yngvarsdóttir er eiginkona Skalla-Gríms og þar af leiðandi ein af fyrstu íbúum Ísland. Hún er húsmóðir á Borg og ber því ábyrgð á að fæða og klæða heimilisfólkið. Bera eignast mörg börn fyrstu árin í Borgarfirðinu en þau deyja öll mjög ung. Loks fæðist drengur, fríður og efnilegur – og svo annar drengur, ljótur og grimmilegur. Það er Egill. Bera eignast líka tvær dætur og fósturdóttur svo hún hefur nóg að gera heima. Egill treystir á móður sína enda semur honum aldrei við föður sinn. Bera styður hann líka alla tíð í að verða víkingur. Hún hrósar honum fyrir fyrsta drápið með því að segja að hann sé víkingsefni – efnilegur víkingur, og að einn dag muni hann örugglega fá herskip.