Heim 5 Velkomin á Egluvefinn 5 Sögusvið 5 Borg á Mýrum

Borg á Mýrum

Bærinn Borg er einn merkasti sögustaður miðalda. Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson reisti bæinn en hann nam land í Borgarfirði. Egill sonur hans tók síðar við búinu en fleiri merkar persónur tengjast Borg á Mýrum. Þar bjó Snorri Sturluson um skeið og ef til vill fékk hann þar löngun til að skrifa sögu Egils. Kirkja hefur verið á Borg síðan 1003 (auðvitað ekki alltaf sú sama). Sagt er að Kjartan Ólafsson, ein aðalsöguhetja Laxdælu, hafi verið grafinn við kirkjuna á Borg. Það er ekkert skrýtið því Þorgerður mamma hans var dóttir Egils Skalla-Grímsson og ólst því upp á Borg.