Kúrland var við Eystrasalt og náði yfir landssvæði sem nú skiptist milli Lettlands og Litháens. Íbúarnir kölluðustu Kúrir og þurftu oft að þola árásir víkinga. Helstu verðmætin sem víkingarnir sóttust eftir á Kúrlandi voru skartgripir úr rafi en það er eldgömul, storknuð trjákvoða sem lítur út eins og appelsínugulur gimsteinn.