Heim 5 Velkomin á Laxdæluvefinn 5 Sagan 5 Ungar söguhetjur

Ungar söguhetjur

Margar söguhetjur Laxdælu eru unglingar á okkar mælikvarða, enda urðu krakkar fyrr fullorðnir á þessum tíma en nú. Melkorka er til dæmis kornung þegar Höskuldur kaupir hana en hún var 15 ára þegar henni var rænt frá Írlandi. Þegar meginátök sögunnar hefjast eru frændurnir Bolli og Kjartan á unglingsaldri eins og Guðrún Ósvífursdóttir sem þó er sýnd sem lífsreynd kona. Þegar Guðrún, Kjartan og Bolli busla saman í heitu lauginni heima hjá foreldrum hennar er þau öll á því sem nú er kallað menntaskólaaldur. Guðrún er samt tvígift, skilin við fyrri eiginmanninn en ekkja eftir þann síðari. Guðrún var nefnilega aðeins 15 ára þegar hún giftist í fyrsta sinn og 17 ára er hún giftist í annað sinn.