Guðrún Ósvífursdóttir var frá Laugum í Sælingsdal, þar bjuggu foreldrar hennar og bræður á miklu höfðingjasetri. Þegar Guðrún giftist Bolla þá flutti hann að Laugum. Núna eru Laugar vinsæll ferðamannastaður. Þar var lengi vel skóli en nú er rekið hótel í skólahúsinu. Þar er einnig byggðasafn Dalamanna. Heita laugin að Laugum kemur mikið við sögu í Laxdælu. Rétt ofan við skólahúsið er gömul laug sem nýlega var lagfærð og þar er lítið hús sem hægt er að skipta um föt í. Þeir sem eiga leið um Dalasýslu ættu að koma við að Laugum og leika sér í heitu lauginni, eins og Guðrún, Kjartan og Bolli gerðu svo oft. Sumir vilja kannski frekar fara í notalegt fótabað eins og þau hljóta stundum að hafa gert.