Lögin sem Íslendingar settu á Alþingi varðveittust eingöngu munnlega fyrstu 200 árin eða þar um bil. Á árunum 1117-1118 voru lögin í fyrst sinn skráð á skinnbók. Bókin sem varðveitir gömlu lögin kallast Grágás (sem merkir grágæs) en þessi elsti hluti laganna kallast Vígslóði. Grágás er stórmerkileg heimild um samfélagið á þessum tíma og stundum er enn vísað í þessi gömlu lög.