Heim 5 Velkomin á Njáluvefinn 5 Persónur 5 Höskuldur Þráinsson

Höskuldur Þráinsson

Höskuldur Þráinsson er fóstursonur Njáls en Njáll tekur hann í fóstur til að koma í veg fyrir hefnd eftir að Skarphéðinn drepur föður hans. Höskuldur vex úr grasi á Bergþórshvoli og verður vitur maður, friðsamur og réttlátur eins og Njáll. Hann fær goðorð og þar með heilmikil völd en er svo vinsæll að menn yfirgefa gamla goðorðsmanninn sinn til að fylgja honum. Segja má að afbrýðissemi leiði til dauða Höskuldar. Gamli goðorðsmaðurinn og stjúpbræður Höskuldar taka sig saman og drepa hann. Þetta dráp leiðir að lokum til Njálsbrennu.