Ólafur pá er sonur Höskuldar og Melkorku. Hann er ambáttarsonur og ætti því að vera þræll en faðir hans sér til þess að hann elst upp eins og frjáls drengur. Ólafur er fríður og sterkur og hefur gaman að fallegum gripum, vopnum og fötum. Hann siglir sem unglingur til afa síns, kóngsins á Írlandi og sannar þar að hann gæti alveg verið konungur, ef hann bara vildi. Ólafur verður virðulegur og voldugur höfðingi þegar hann eldist.