Orðstírr

Víkingarnir hugsuðu stöðugt um orðstírinn, það er að segja hvað öðrum fannst um þá. Þeir vildu vera miklir menn í augum annarra. Sæmdin skipti víkingana ekki bara máli meðan þeir lifðu, þeir vildu umfram allt deyja með sæmd. Í hinu fræga víkingakvæði Hávamálum er þessu viðhorfi lýst svona: „Orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“. Þetta þýðir: Sá sem hefur hlotið góðan orðstír (mikla sæmd) nýtur þess að eilífu. Menn vildu frekar falla með sæmd í bardaga en að gefast upp, líkt og sagan af Gunnari á Hlíðarenda sýnir í Njálu.