Alþingi

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og hafði bæði löggjafarvald og dómsvald. Það þýðir að þar voru bæði sett lög og dæmt í málum manna. Þetta var fyrsta löggjafarþing sem stofnað var í heiminum. Alþingi hófst alltaf á Þórsdegi (fimmtudegi) í elleftu viku sumars (28. júní til 4. júlí) ár hvert og stóð í tvær vikur sem kallaðar voru þingvikur. Ekki var kosið til Alþingis heldur riðu goðarnir til Þingvalla, hver með sinn hóp af fylgismönnum sem kallaðir voru þingmenn. Það voru þó ekki þingmennirnir sem tóku ákvarðanir á Alþingi heldur goðarnir sjálfir því þeir áttu sæti í Lögréttu. Miðpunktur þingsins kallaðist hins vegar Lögberg og þangað gátu allir komið.