Heim 5 Víkingaöld 5 Daglegt líf 5 Skartgripir

Skartgripir

Skart víkinganna var aðallega gert úr silfri en gull var líka notað. Glerperlur voru vinsælar og alls kyns skartgripir úr rafi sem er ævagömul, storknuð trjákvoða. Hálsmen og armhringir (armbönd) voru algengasta skartið hjá báðum kynjum. Hringir á fingur voru kallaðir baugar eins og orðið baugfingur er til marks um.