Valhöll

Víkingarnir trúðu því að þeir sem féllu í bardaga færu til Valhallar sem var höll Óðins. Bardagamennirnir kölluðust þá einherjar. Valhöll var spennandi staður fyrir víkinga, þar var barist á daginn en á kvöldin risu allir upp aftur og átu og drukku til að skemmta sér. Valhöll var gullbjört, þakin spjótum og skjöldum að innan og brynjur lágu um alla bekki. Á þaki Valhallar bjó geit sem hét Heiðrún en hún framleiddi ekki mjólk heldur mjöð eða bjór. Það skorti aldrei drykk frá Heiðrúnu. Valhöll var engin smásmíði því 640 dyr voru á henni og gátu 960 einherjar gengið út um hverjar þeirra í senn.