Heim 5 Víkingaöld 5 Trú og siðir 5 Forlagatrú

Forlagatrú

Á víkingaöld trúðu menn því að enginn gæti flúið örlög sín. Þeir trúðu því að örlögin væru ákveðin fyrirfram og ekkert gæti breytt þeim. Þetta kallast forlagatrú. Gamlir málshættir eins og „ekki verður feigum forðað eða ófeigum í hel komið“ sýna þetta viðhorf. Feigur merkir dauðvona svo merking málsháttarins er að sá sem örlögin hafa ákveðið að eigi að deyja getur með engu móti sloppið. Á sama hátt er sagt að sá sem örlögin ákveði að eigi að lifa sleppi alltaf úr lífsháska. Úrslitin í bardögum Íslendingasagnanna eru því oft ráðin fyrirfram. Víkingarnir sögðu að þrjár örlaganornir ákveddu örlög manna. Þær hétu Urður (norn fortíðar), Verðandi (norn nútíðar) og Skuld (norn framtíðar).