Flestar hetjur Íslendingasagnanna eru heiðnar en þó eru nokkrar kristnar. Njála gerist til dæmis í kringum kristnitökuna árið 1000. Helsta hetjan í fyrri hluta Njálu, Gunnar á Hlíðarenda, er heiðin en í síðari hluta Njálu eru margir orðnir kristnir, meðal annarra besti vinur Gunnars, Njáll á Bergþórshvoli. Svo má ekki gleyma því að höfundar Íslendingasagnanna voru kristnir, hverjir sem þeir voru. Þegar sögurnar voru skrifaðar höfðu Íslendingar verið kristnir í nærri 300 ár. Mörgum finnst því svolítið kristilegur blær á sumum sögunum, til dæmis Njálu.