Vefurinn islendingasogur.is er fjölskyldu- og kennsluvænn fræðsluvefur um miðaldabókmenntir. Vefurinn er styrktur af Þróunarsjóði námsgagna. Textinn er saminn af Brynhildi Þórarinsdóttur, rithöfundi og dósent við Háskólann á Akureyri. Vefurinn byggir á bókunum Njálu, Eglu og Laxdælu, sem eru endursagnir Brynhildar og eru víða notaðar í skólakerfinu. Athugasemdir má senda í netfangið brynh@unak.is
Ráðgjafi við vefinn er Anna Kristín Þórðardóttir, grunnskólakennari (íslenska á unglingastigi).
Myndskreytingar eru úr fyrrnefndum bókum en höfundur þeirra er Margrét E. Laxness. Um útlit og uppsetningu vefsins sá Dagný Reykjalín hjá Blek.