1. Hugsið um alla söguna og berið saman konurnar og karlana. Hvort berjast konur eða karlar meira með vopnum? Hvort finnst ykkur konurnar eða karlarnir hefnigjarnari? Hverjir vilja blóðhefnd og hverjir vilja stilla til friðar? Skoðið sérstaklega þessar persónur: Kjartan, Bolla, Guðrúnu, Ósvífur, Ólaf pá og Þorgerði Egilsdóttur.
2. Hugsið nú um börn og unglinga í bókinni. Hvaða unglingar þurfa að haga sér eins og fullorðið fólk? Hvað þurfa unglingarnir að gera? Er munur á stelpum og strákum hvað þetta varðar? Skoðið sérstaklega þessar persónur: Melkorku, Guðrúnu, Þorleik Bollason, Bolla Bollason og Gelli.
3. Hugsið nú um ólíka stöðu persónanna í bókinni. Hverjir eru ríkir og voldugir og hverjir ráða litlu? Haldið þið að það hafi verið mikill munur á aðstæðum fólks á víkingatímanum miðað við núna? Skoðið þessar persónur sérstaklega: Melkorku, Ólaf pá, Ósvífur og Þórhöllu málgu.
4. Hver er að ykkar mati aðalpersóna Laxdælu? Hvers vegna?