Ásatrú

Víkingarnir sem settust að á Íslandi voru flestir heiðnir. Þeir trúðu á gömlu æsina, Óðin, Þór, Freyju, Frigg og alla hina. Um ásatrúna má lesa í Snorra-Eddu og fornum kvæðum sem kallast Eddukvæði. Allir gátu heitið á æsina til að ná árangri en þá var best að velja þann guð eða þá gyðju sem best átti við. Til að sigra í hernaði var til dæmis best að heita á Óðin en til betri uppskeru var best að heita á Freyju. Goðarnir byggðu hof við bæina sína og þar héldu þeir blót eða veislur til heiðurs guðunum.