Heim 5 Víkingaöld 5 Trú og siðir

Trú og siðir

Flestir víkingar voru ásatrúar, það er þeir trúðu á æsina og ásynjurnar í Ásgarði. Sumir víkingar trúðu þó eingöngu á mátt sinn og megin og enga guði eða gyðjur. Nokkrir víkinganna sem námu land á Íslandi voru kristnir en kristnin breiddist þó ekki út að neinu marki á Norðurlöndunum fyrr en á síðustu áratugum víkingaaldar. Kristni var tekin upp á Íslandi um árið 1000 en hinn heiðni siður (ásatrúin) lifði þó áfram næstu árin meðfram kristninni.